top of page

Bekkjarfulltrúar

Hlutverk bekkjarfulltrúa er að efla og styrkja samstarf foreldra, kennara og nemenda innan hvers bekkjar og árgangs. Þeir eru verkstjórar og halda utan um dagskrá sem ákveðin er á sameiginlegum fundi foreldra og allir foreldrar hjálpast að við að framkvæma. Mikilvægt er að taka mið af áhugasviði barna og foreldra og nýta þau tækifæri sem gefast.

Tveir eða fleiri bekkjarfulltrúar eru gjarnan fyrir hvern bekk og æskilegt að skipta ekki öllum út í einu, þannig að þeir sitji tvö ár í senn. Það skiptir máli að foreldrar allra barnanna í bekknum viti hver eru bekkjarfulltrúar og ættu upplýsingar um það að vera aðgengilegar á heimasíðu skólans. Bekkjarfulltrúar eru tengiliðir bekkjarins við stjórn foreldrafélagsins, skólaráð, skólastjórnendur og umsjónarkennara.

Bekkjarfulltrúar

2019-2020

Hugmynda

banki

Foreldrabanki

Heimilis og skóla

Fundargerðir

Foreldrasáttmáli

Heimili og skóla

  • Bekkjarfulltrúar kalla saman foreldra í bekknum a.m.k. tvisvar á ári. Við upphaf skólaárs er haldinn foreldrafundur þar sem bekkjarstarf vetrarins er skipulagt og foreldrasáttmáli Heimilis og skóla lagður fyrir. Hægt er að skipuleggja þetta í samstarfi við umsjónarkennara.

  • Bekkjarfulltrúar fylgjast með því að foreldrastarfið sem ákveðið er í bekknum sé framkvæmt, t.d. bekkjarkvöld, fundir og heimsóknir. Æskilegt er að skipta foreldrum bekkjarins í 2-5 manna hópa til að skipuleggja einstök verkefni vetrarins. 

  • Bekkjarfulltrúar reyna að hlusta eftir sjónarmiðum nemenda varðandi andann í bekknum og bekkjarstarfið.

  • Bekkjarfulltrúar aðstoða kennara við að skipuleggja þátttöku foreldra í skólastarfinu eftir því sem við á, t.d. í tengslum við vettvangsferðir, starfskynningar og heimsóknir.

 

  • Bekkjarfulltrúar eru tengiliðir bekkjarins við foreldrafélagið og aðstoða stjórn foreldrafélagsins við framkvæmd stærri viðburða s.s. jólabingó og öskudag.

bottom of page