top of page
Húsnæði Varmárskóla
Viðhald skóla hefur verið áberandi í umræðunni og augu allra að opnast fyrir því að gera þurfi betur enda ber sveitarfélögum samkvæmt
20. gr. grunnskólalaga
að sjá til þess að húsnæði og allur aðbúnaður taki mið af öryggi og vellíðan nemenda og starfsfólks.
Hefur þú kynnt þér málið?
Varmárskóli var stofnaður árið 1961 í húsnæði Brúarlands sem áður hýsti Brúarlandsskóla og var hann starfræktur sem barnaskóli til loka síðustu aldar en þá var ákveðið að sameina Gagnfræðaskóla Mosfellsbæjar og Varmárskóla undir nafninu Varmárskóli. Í dag er Varmárskóli í nokkrum húsum: yngri deild, eldri deild, Brúarlandi, Selsins auk færanlegra stofa.
„Þar sem fólk ver stærstum hluta lífs síns á heimili, skrifstofu, skóla, heilbrigðisstofnun og öðrum byggingum skipta gæði loftsins sem það andar að sér þar miklu máli fyrir heilsu þess og velferð,“ segir Dr. Srdan Matic, sviðsstjóri hjá WHO í Evrópu.
Eiturefni frá myglusveppum geta borist inn í líkamann við öndun, með snertingu eða í gegnum húð. Oft gerist það á löngum tíma þannig að einkennin koma fram smám saman.
Áhrif myglusveppa á heilsu fólks eru bæði mismunandi á milli sveppategunda og eru einstaklingsbundin en þau eru gjarnan flokkuð í ofnæmi, ertingu eða eitranir.
Einkennin líkjast oft flensueinkennum og því getur verið erfitt að greina orsök slappleikans. Algengt er að einkennin tengist efri hluta öndunarvegar: höfuðverkur, erting í augum, stíflað nef og hósti. Einnig getur fylgt magaverkur og óþægindi í maga svo nokkur dæmi séu tekin.
Sumar algengar tegundir myglusveppa geta valdið ofnæmi og astma eða gert astma verri hjá þeim sem þjást af honum. Því lengur sem fólkið dvelur í húsi þar sem myglusveppir hafa hreiðrað um sig þeim mun meiri verða áhrifin en ungum börnum, gömlu fólki og þeim sem glíma við sjúkdóma er mest hætta búin.
Vísindavefur HÍ
Til þess að myglusveppir geti þrifist í híbýlum þurfa þeir raka, súrefni og fæðu. Myglusveppir geta myndast á aðeins 24-48 klukkustundum við rétt skilyrði, til dæmis við leka. Þeir breiðast oft hratt út og geta nýtt sér nánast öll lífræn efni sem í boði eru sem fæðu.
Myglusveppir gefa frá sér gró og aðra sveppahluta sem berast út í loftið. Þessir sveppahlutar geta innihaldið skaðleg efni, svokölluð sveppaeiturefni (e. mycotoxin) Þessi eiturefni geta safnast upp innandyra, sérstaklega ef loftskipti eru léleg og haft skaðleg áhrif á heilsu fólks.
Vísindavefur HÍ
Inniloft, raki og mygla
í híbýlum
- leiðbeiningar -
bottom of page