
Íþróttamiðstöðin að Varmá
Íþróttamiðstöðin að Varmá er hluti af skólahúsnæði Varmárskóla og þar fer fram sund- og íþróttakennsla fyrir bæði Varmárskóla, Helgafellsskóla, Krikaskóla auk unglingadeildar Lágafellsskóla. Íþróttamiðstöðin er einnig aðstaða ungmennafélagsins Aftureldingar, líkamsræktarstöðvarinnar Eldingar og Varmárlaugar.
Í mars 21. 2019 samþykkti bæjarstjórn Mosfellsbæjar að ráðast í heildarúttekt á umfangi rakaskemmda á öllu skólahúsnæði sveitarfélagsins sem á að ljúka í apríl 2020. Til stóð að úttekt á íþróttamiðstöðinni að Varmá hæfist í október 2019. Engar upplýsingar hafa hins vegar borist frá bænum hvort úttektin hafi farið fram og ef svo er hverjar niðurstöðurnar eru og hvernig þeim verði fylgt eftir.
.jpg)

Mynd tekin
í ársbyrjun 2020
Fjölsóttur íbúafundur um íþróttamál 15. maí 2018
Ungmennafélagið Afturelding stóð fyrir íbúafundi um íþróttamál í Hlégarði. Fundurinn var vel sóttur en á þriðja hundrað manns mættu til að fræðast um stöðu íþrótta- og aðstöðumála hjá Aftureldingu. Fulltrúar frá öllum framboðum til sveitastjórnarkosinga í Mosfellsbæ tóku þátt í fundinum og var fundinum stýrt af Auði Ingu Þorsteinsdóttur, framkvæmdastjóra UMFÍ.
Fulltrúar 10 deilda Aftureldingar héldu erindi og fóru yfir stöðu mála hjá félaginu. Í stuttu máli er margt mjög jákvætt í starfsemi Aftureldingar en víða er uppsöfnuð þörf á viðhaldi mannvirkja að Varmá.