top of page

Í 2. grein laga um grunnskóla er lögð áhersla á að meginhlutverk grunnskólans sé að stuðla að alhliða þroska allra nemenda. Í þessu felst krafan um að nám sé á forsendum hvers og eins nemanda og fari fram í hvetjandi námsumhverfi þar sem hann finnur til öryggis og fær notið hæfileika sinna. Nám í grunnskóla tekur mið af þroska, persónugerð, hæfileikum, getu og áhugasviði hvers og eins. Við allt skipulag skólastarfs og kennslu ber að leggja þessi atriði til grundvallar.

Skólinn á að vera griðastaður barna þar sem þau finna til öryggis, fá tækifæri til að þroska og nýta hæfileika sína og njóta bernsku sinnar. Bernsku- og æskuárin eru mikilvægt skeið í ævi hvers einstaklings. Hver skóladagur og hver kennslustund ber í sér þroskamöguleika sem nýta þarf til fulls. Mikilvægt er að halda við eðlislægri forvitni barnsins, hún er ein mikilvægasta forsenda alls náms. Nemendur eiga rétt á því að koma sjónarmiðum sínum á framfæri varðandi námsumhverfi, námstilhögun, fyrirkomulag skólastarfs og aðrar ákvarðanir sem snerta þá. 

Aðalnámskrá grunnskóla

Aðalnámskrá grunnskóla

..........................

Barnasáttmáli

Sameinuðu þjóðanna

Réttindi barna: vernd, ummönnun og þátttaka 

.................................….

Skjánotkun

eftir aldri

heilsuvera.is

 

bottom of page