top of page

Foreldrafélagið

Stjórn

foreldrafélagsins

Fundargerðir

Handbók foreldrafélaga

grunnskóla

Heimili og skóli

Lög

foreldrafélagsins

Screenshot 2020-03-09 at 10.30.53.png

Markmið félagsins er að vera samstarfsvettvangur foreldra og starfsfólks í skólanum auk þess að styðja heimili og skóla við að skapa nemendum góð uppeldis- og menntunarskilyrði. Félaginu er ætlað að koma á framfæri sjónarmiðum foreldra varðandi skóla- og uppeldismál ásamt því að stand vörð um réttindi nemendanna til aukins þroska og menntunar.

Helstu  verkefni:

  • Ár hvert eru skipaðir 2-4 bekkjarfulltrúar í öllum bekkjum. Leitast skal við að halda 1-2 fundi með bekkjarfulltrúum til að kynna þeim hlutverk sitt og styðja. 

  • Velja þarf tvo fulltrúa í Sammos auk varamanns sem er samráðsvettvangur foreldrafélaga grunnskóla Mosfellsbæjar þar sem rædd eru sameiginleg hagsmunamál.

  • Vekja athygli á hlutverki foreldrafélagsins og segja frá helstu verkefnum

  • Greiðsluseðlar eru sendir út að hausti (2000kr á heimili óháð barnafjölda)

  • Jólabingó, Öskudagsskemmtun, ræða á útskrift 10. bekkja og veita hvatningarverðlaun til starfsmanns á skólaslitum

Samkvæmt 9. gr. grunnskólalaga 91/2008

skal starfa foreldrafélag við grunnskóla. Skólastjóri er ábyrgur fyrir stofnun þess og sér til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum. Hlutverk foreldrafélags er að styðja skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimila og skóla.

Foreldrafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð.

Vissir þú að allir foreldrar/forráðamenn

eru sjálfkrafa

félagsmenn

í foreldrafélaginu

bottom of page