top of page
Gradient

Tvö áhugaverð erindi fyrir foreldra í Mosfellsbæ

Það er foreldrafélagi Varmárskóla sönn ánægja að deila hér með ykkur tveimur erindum frá Steinunni Önnu Sigurjónsdóttur sálfræðingi hjá Litlu kvíðameðferðarstöðinni.

Erindin fjalla annars vegar um sjálfsmynd unglinga og hins vegar um áhættuhegðun og sjálfskaða þeirra. Þetta eru virkilega áhugaverð erindi sem við hvetjum alla foreldra til að hlusta á. Upptökurnar verða aðgengilegar á vefsíðu foreldrafélags Varmárskóla til og með 22. desember.

Foreldrum býðst einnig að hitta hana Steinunni sálfræðing í opnum fyrirspurnartíma sem haldinn verður í gegnum fjarfundarbúnað þriðjudaginn 8. desember kl. 20:30. Tengil á fjarfundinn má finna hér.

Með von um að þið nýtið ykkur þetta frábæra tækifæri

Stjórn foreldrafélags Varmárskóla

Sjálfsmynd unglinga

Áhættuhegðun & sjálfskaði unglinga

bottom of page