Í vor var það Ingibjörg Hólm Einarsdóttir sem hlaut hvatningarverðlaun Foreldrafélags Varmárskóla. Ingibjörg starfar sem heimilisfræðikennari í Varmárskóla. Bæði forráðamenn og nemendur gáfu Ingibjörgu einstaklega fallegar umsagnir t.d. að hún væri duglega að fræða krakkana um matarsóun og að hún hugaði að ofnæmum nemendanna. Fyrir utan að hún væri svo svakalega skemmtileg :) Ingibjörg fékk viðurkenningarskjal og gjafabréf frá 66°Norður í verðlaun.
Þær Laufey Katrín Hilmarsdóttir og Katrín Dögg Hilmarsdóttir fengu sérstaka viðurkenningu og gjafabréf frá foreldrafélaginu vegna umsagna sem þær fengu frá foreldrum/forráðamönnum og nemendum.
Innilega til hamingju allar þrjár!
Comments