Aðalfundur foreldrafélags Varmárskóla verður haldinn þann 1. október 2020 kl: 20:00 Fundurinn fer fram í gegnum fjarfundarbúnaðinn Zoom. Skráning á fundinn er á viðburði sem er á fésbókarsíðu foreldrafélagsins og á fundardegi verður hægt að nálgast hlekk á fundinn. Það vantar a.m.k. tvo nýja í stjórn og við hvetjum alla áhugasama sem vilja koma í stjórn félagsins og vinna að skemmtilegu starfi með okkur til að hafa samband á varmarskolaforeldrafelag@gmail.com eða Rakel í síma 6975475.
Tillaga að lagabreytingum er að finna í 3.gr. aðrar gr. eru óbreyttar.
3. gr. (gildandi) Stjórn félagsins skal kosin á aðalfundi. Hún skal skipuð sjö forráðamönnum barna skólans. Stjórnin skal skipuð formanni, ritara, gjaldkera og fjórum meðstjórnendum. Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar skipta stjórnarmenn með sér verkum og skal formaður kjörinn af stjórn félagsins á fyrsti fundi stjórnar eftir aðalfund. Stjórnin skal kosin til tveggja ára í senn, þrír stjórnarmenn annað árið og fjórir árið þar á eftir. Stjórnin velur tvo aðalmenn og einn til vara í SAMMOS til eins árs, skv. 3 gr. laga SAMMOS. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum í öllum málum.
Tillaga að breytingu: 3. gr. Stjórn félagsins skal kosin á aðalfundi. Hún skal skipuð að lágmarki sjö forráðamönnum barna skólans. Stjórnin skal skipuð formanni, ritara, gjaldkera og fjórum meðstjórnendum. Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar skipta stjórnarmenn með sér verkum og skal formaður kjörinn af stjórn félagsins á fyrsti fundi stjórnar eftir aðalfund. Stjórnin skal kosin til tveggja ára í senn, þrír stjórnarmenn annað árið og fjórir árið þar á eftir. Stjórnin velur tvo aðalmenn og einn til vara í SAMMOS til eins árs, skv. 3 gr. laga SAMMOS. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum í öllum málum.
Comments