top of page
Search

Gjöf til Varmárskóla

  • Foreldrafélag Varmárskóla
  • Jun 20, 2020
  • 1 min read

Updated: Nov 18, 2020

Nú í vor gaf foreldrafélag Varmárskóla skólanum eldstæði að gjöf. Pakkinn samanstendur af Espegard hlóðaleggjum með 70 cm eldstæði hangandi í keðjum. Í pakkanum voru einnig vindhlífar, 10 ltr pottur og 6 ltr ketill. Hægt er að nota eldstæðið til að grilla, steikja á pönnu, baka og laga dýrindis kakó. Eldstæðið er mjög meðfærilegt, einfalt að taka fætur í sundur og pakka saman eftir hverja notkun. Er það von foreldrafélagsins að þessi gjöf sé skref í að gera útikennsluna enn öflugri. Á myndinni má sjá Málfríði, formann foreldrafélags Varmárskóla, afhenda Þórhildi, skólastjóra eldri deildar, gjöfina.

 
 
 

Commenti


Non puoi più commentare questo post. Contatta il proprietario del sito per avere più informazioni.
bottom of page