Nú í vor gaf foreldrafélag Varmárskóla skólanum eldstæði að gjöf. Pakkinn samanstendur af Espegard hlóðaleggjum með 70 cm eldstæði hangandi í keðjum. Í pakkanum voru einnig vindhlífar, 10 ltr pottur og 6 ltr ketill. Hægt er að nota eldstæðið til að grilla, steikja á pönnu, baka og laga dýrindis kakó. Eldstæðið er mjög meðfærilegt, einfalt að taka fætur í sundur og pakka saman eftir hverja notkun. Er það von foreldrafélagsins að þessi gjöf sé skref í að gera útikennsluna enn öflugri. Á myndinni má sjá Málfríði, formann foreldrafélags Varmárskóla, afhenda Þórhildi, skólastjóra eldri deildar, gjöfina.
Komentarze