top of page
Search
Foreldrafélag Varmárskóla

Grímur og endurskinsmerki :)

Í morgun fengu allir nemendur sem og starfsfólk Varmárskóla þriggja laga, fjölnota grímu að gjöf frá foreldrafélaginu.

Það er einkar þægilegt að stjórna lengd bandanna á grímunni og hægt er að þrengja eða víkka eftir hentisemi. Mælt er með að þvo þær fyrir notkun og svo reglulega eftir það (fer eftir notkuninni). Vonandi nýtist þessi gjöf foreldrafélagsins vel og núna munu allir getað brosað sínu blíðasta við jólaundirbúninginn.

Flottir krakkar úr yngri deild Varmárskóla brosa sínu breiðasta :)

Vill stjórn foreldrafélagasins nýta tækifærið og hvetja foreldra til að merkja vel útföt og töskur barna sinna með endurskinsmerkjum.

En það er okkur sönn ánægja að segja ykkur að foreldrafélagið færði einnig börnunum í yngri deild skólans tvö sérmerkt endurskinsmerki. Nú mun fallega merki Varmárskóla prýða útiföt barnanna. Ath! Minnum börnin á að tosa ekki í merkið sjálft þegar rennt er upp og niður. Endurskinsmerkin geta slitnað t.d ef rennilásinn stendur á sér.

Endurskinsmerki merkt Varmárskóla

27 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


Commenting has been turned off.
bottom of page