Haustgjafir til Varmárskóla
- Foreldrafélag Varmárskóla
- Nov 17, 2020
- 1 min read
Í október gaf Foreldrafélag Varmárskóla yngri og eldri deild skólans haustgjafir.

Hver bekkur í yngri deild fékk þrenns konar bolta, boltapumpu, sippubönd og snú snú band í neti. Hugmyndin var að krakkarnir myndu njóta útiverunnar í skemmtilegum leikjum á þessum fallegu haustdögum.

Foreldrafélagið fékk þær upplýsingar frá eldri deild Varmárskóla að tilvalið væri að gefa krökkunum Oculus Quest sýndarveruleikagleraugu svo þau gætu ferðast um heiminn á skólatíma með því að skoða t.d. ýmis söfn eða sögulega staði.
Comments